Eftir Jón Pál Helgason
Ljóðabókin Stórmál inniheldur um 100 ljóð, ferskeytlur og limrur þar sem finna má hugleiðingar gagnvart innri og ytri aðstæðum tilverunnar.
Ljóðin eru unnin út frá von, vonleysi, spurningum, heilræðum, húmor og draumum sem kunna að einkenna lífið.
Ágóði bókarinnar rennur til
styrktar Geðhjálpar.
Verð: 3.599kr


42
Að leiðinni liðinni
ef litið er yfir
Færir þú ferðinni
þakklátur fyrir?
Lífið
Lífið gefur
Sjáðu til
Vittu til
- Vertu til
Váá
í aðstæður ertu læs
og eflist er móti blæs
Af hrakföllum hlærð
með vandaðri værð
Vááá.. It must be nice
Greind
Hún auðvelda átti fjöldanum stritið
annan sannleika nú finnur
Meðan við ölum frá manninum vitið
menningararfinn hún spinnur
- Gervigreindin vinnur
Gjöfin
Ef ég gæti gefið
þér gjöfina eina
Væri það vænghafið
sem virðing hefur að geyma